top of page
Search

Sáttamiðlun raunhæfur valkostur

  • Writer: Sátt
    Sátt
  • Apr 4, 2019
  • 1 min read

Lagadagurinn 2019 var haldinn í Hörpu þann 29. mars og á málstofunni Úrlausn ágreiningsmála utan dómstóla var fjallað um það hvort sáttamiðlun og gerðardómsmeðferð væru raunhæfur kostur við lausn réttarágreinings.


Lilja Bjarnadóttir, formaður Sáttar, hélt þar framsöguerindi um sáttamiðlun og fjallaði þar um hvenær sáttamiðlun nýtist best, lagagrundvöll hennar og málsmeðferð. Dagný Rut Haraldsdóttir sáttamiðlari og lögfræðingur tók einnig þátt í pallborðsumræðum og deildi sinni reynslu af sáttamiðlun.


Baldvin Björn Haraldsson lögmaður hjá BBA hélt framsöguerindi um gerðardómsmeðferð og aðrir þátttakendur í pallborði voru Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Landsrétt og Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður hjá Landslögum. Málstofustjóri var Garðar Víðir Gunarsson, lögmaður hjá LEX lögmannsstofu.


Þegar fjallað er um kosti og galla þess að leysa réttarágreining utan dómstóla má glöggt sjá að ferli eins og sáttamiðlun og gerðardómur, sem hægt er að laga að þörfum viðskiptalífsins og nýta á fyrri stigum ágreinings er ekki einungis raunhæfur valkostur heldur í mörgum tilvikum betri. Málstofan var vel sótt og sköpuðust áhugaverðar umræður úr sal.  


 
 
 

Recent Posts

See All
Sáttamiðlun í fasteignamálum

Aðsend grein. Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir. Ágreiningsmál sem tengjast fasteignum eru margvísleg, svo sem milli kaupanda og seljanda...

 
 
 

Comments


​Sátt, félag um sáttamiðlun

Sátt eru félagasamtök fyrir áhugafólk og fagfólk á sviði sáttamiðlunar. Best er að hafa samband við félagið í tölvupósti. 

Netfang: satt@satt.is

Vertu með! 

Sátt er opið öllum sem hafa áhuga á sáttamiðlun og vilja vinna á einn eða annan hátt að framgangi sáttamiðlunar við lausn ágreiningsmála á Íslandi.

Skráning fer fram hér á siðunni.

© Sátt, félag um sáttamiðlun 2019 

bottom of page