Aðalfundur Sáttar 2024 var haldinn fimmtudaginn 2. maí síðastliðinn. Á fundinum var ný stjórn kosin og eingöngu konur buðu sig fram að þessu sinni. Þær sem sitja áfram í stjórn eru Stefanía Halldórsdóttir og Rakel Linda Kristjánsdóttir. Stefanía tekur við formennsku og Rakel Linda verður áfram gjaldkeri. Nýir stjórnarmeðlimir og hlutverk þeirra eru eftirfarandi: Vilborg Bergman, varaformaður, Ína Ólöf Sigurðardóttir, ritari, Þórhildur Kristjánsdóttir, meðstjórnandi, Áslaug Heiða Gunnarsdóttir, meðstjórnandi og Sigþrúður Erla Arnardóttir, meðstjórnandi.
Við erum afar þakklát fyrir góða mætingu og sýndan áhuga á starfi Sáttar. Sátt er lítið en mikilvægt félag sem á stórt verk fyrir höndum. Það er því von stjórnarinnar að stoðir félagsins styrkist til muna á komandi árum.
Við þökkum fráfarandi stjórnarmönnum innilega fyrir þeirra mikilvæga starf í þágu Sáttar síðast liðin ár en það eru Valgerður Halldórsdóttir, formaður, Fritz Már Jörgensson, varaformaður, Edda Hannesdóttir, ritari, Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir, meðstjórnandi og Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson, meðstjórnandi.
Commenti