top of page
Search

Ný stjórn Sáttar

Writer: SáttSátt

Aðalfundur Sáttar 2024 var haldinn fimmtudaginn 2. maí síðastliðinn. Á fundinum var ný stjórn kosin og eingöngu konur buðu sig fram að þessu sinni. Þær sem sitja áfram í stjórn eru Stefanía Halldórsdóttir og Rakel Linda Kristjánsdóttir. Stefanía tekur við formennsku og Rakel Linda verður áfram gjaldkeri. Nýir stjórnarmeðlimir og hlutverk þeirra eru eftirfarandi: Vilborg Bergman, varaformaður, Ína Ólöf Sigurðardóttir, ritari, Þórhildur Kristjánsdóttir, meðstjórnandi, Áslaug Heiða Gunnarsdóttir, meðstjórnandi og Sigþrúður Erla Arnardóttir, meðstjórnandi.


Við erum afar þakklát fyrir góða mætingu og sýndan áhuga á starfi Sáttar. Sátt er lítið en mikilvægt félag sem á stórt verk fyrir höndum. Það er því von stjórnarinnar að stoðir félagsins styrkist til muna á komandi árum. 


Við þökkum fráfarandi stjórnarmönnum innilega fyrir þeirra mikilvæga starf í þágu Sáttar síðast liðin ár en það eru Valgerður Halldórsdóttir, formaður, Fritz Már Jörgensson, varaformaður, Edda Hannesdóttir, ritari, Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir, meðstjórnandi og Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson, meðstjórnandi.


Recent Posts

See All

Sáttamiðlun í fasteignamálum

Aðsend grein. Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir. Ágreiningsmál sem tengjast fasteignum eru margvísleg, svo sem milli kaupanda og seljanda...

Opmerkingen


​Sátt, félag um sáttamiðlun

Sátt eru félagasamtök fyrir áhugafólk og fagfólk á sviði sáttamiðlunar. Best er að hafa samband við félagið í tölvupósti. 

Netfang: satt@satt.is

Vertu með! 

Sátt er opið öllum sem hafa áhuga á sáttamiðlun og vilja vinna á einn eða annan hátt að framgangi sáttamiðlunar við lausn ágreiningsmála á Íslandi.

Skráning fer fram hér á siðunni.

© Sátt, félag um sáttamiðlun 2019 

bottom of page