Vinnustofa: Innleiðing sáttamiðlunar í stjórnsýslu og dómskerfinu
fös., 22. nóv.
|Ráðhús Reykjavíkur
Um er að ræða einstakt tækifæri til þess að læra af reynslu Skota við innleiðingu sáttamiðlunar í stjórnsýslu og dómskerfinu, hvað virkar og hvað virkar ekki, og bæta um leið þekkingu og færni á sviði sáttamiðlunar í verkfærakistuna sína.


Tími & staðsetning
22. nóv. 2019, 09:00 – 12:00
Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargata 11, 101 Reykjavík, Iceland
Nánar
Vinnustofan veitir þátttakendum innsýn í sáttamiðlunarferlið og verkfæri sáttamiðlunar. Fjallað verður um það með hvaða hætti sé hægt að nýta sáttamiðlun í opinberri stjórnsýslu, kosti þess og galla og hvaða leiðir séu færar við innleiðingu sáttamiðlunar. Þátttakendur fá einnig tækifæri til þess að spreyta sig á æfingum sem nýtast við úrlausn ágreiningsmála.
Fyrir hverja?
Vinnustofan er opin öllum þeim sem vilja fræðast meira um notkunarmöguleika sáttamiðlunar. Sérstaklega er horft til þeirra sem starfa innan eða með opinberri stjórnsýslu eða tengjast dómskerfinu á einn eða annan hátt og vilja auka færni sína við úrlausn deilumála með sáttamiðlun.
Af hverju sáttamiðlun?
Þjónustumiðuð nálgun er sífellt að verða mikilvægari innan stjórnsýslunnar og sáttamiðlun hefur auk þess fjölmarga kosti umfram dómstólaleiðina. Um er að ræða fljótlegt og sveigjanlegt ferli sem getur boðið aðilum upp á fjölbreyttari lausnir en annars væru mögulegar, á ódýrari og einfaldari hátt. Hér er á ferðinni kjörið tækifæri til þess…