Ójafnvægi milli deiluaðila – Fræðslukvöld 20. október

Ójafnvægi milli deiluaðila í sáttamiðlun

Sátt stendur fyrir fræðslufundi sem opinn verður félagsmönnum, þar sem tekið verður fyrir ójafnvægi milli deiluaðila í sáttamiðlun fimmtudagskvöldið 20. október kl. 20:30.

Á dagskrá er að ræða hvað felst í ójafnvægi milli deiluaðila, hvernig sáttamiðlari getur komið auga á það í sáttamiðlun og við munum einnig leitast við að svara spurningunni, ef ójafnvægi milli deiluaðila er til staðar, getur sáttamiðlun þá verið sanngjörn?

Fundurinn fer fram í sal MúltíKúltí, Barónstíg 3, 101 Reykjavík. Boðið verður uppá kaffi og léttar veitingar. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á lilja@sattaleidin.is

Hlökkum til að sjá sem flesta,
Lilja, Hafsteinn, Dagný, Marteinn og Stefán
FacebookTwitterGoogle+Share

Aðalfundi Sáttar 2016 lokið

Á aðalfundi Sáttar nýverið voru samþykktar lagabreytingar sem auglýstar höfðu verið og er nú uppfærð útgáfa þeirra komin á heimasíðuna. Ein breyting var gerð á aðalfundinum en í stað þess að fækka stjórnarmönnum í 4 var þeim fækkað í 5.

Þrír stjórnarmenn höfðu tilkynnt að þeir ætluðu að hætta í stjórn. Á fundinum átti því að kjósa um tvo nýja stjórnarmenn en öllum að óvörum tilkynnti Elmar formaður að hann sæi sér ekki fært að halda störfum áfram sem formaður. Því var niðurstaðan sú að formannskjör fóru fram enda buðu tveir fundarmenn sig fram, þau Hafsteinn Hafsteinsson og Lilja Bjarnardóttir. Lilja var kjörin formaður. Auk Lilju voru þau Dagný og Marteinn kosin í stjórn.
Stuttum aðalfundi lauk því með töluverðum breytingum á lögum og stjórn félagsins sem mun með nýjum krafti halda áfram að kynna og bera veg Sáttamiðlunar áfram.

Aðalfundur Sáttar 2016

Aðalfundur Sáttar verður haldinn 12. apríl kl. 17.30 í fundarsal Rauða krossins í Kópavogi í Hamraborg 11, Kópavogi.

Dagskrá fundarins
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar
3. Fjármál félagsins – ársreikningur, kynntur og borinn upp til samþykktar
4. Lagabreytingar
5. Stjórnarkjör
6. Ákveða árgjöld félagsmanna
7. Önnur mál

Dagskráin er í samræmi við 6. gr. laga félagsins.

Nánari upplýsingar um tiltekin atriði dagskrárinnar:

  • Tillögur um lagabreytingar má finna í skjali sem sent var félagsmönnum með fundarboði 14. mars s.l.
    • Meðal tillagna er breyting á 5. gr. laganna þar sem gerð er tillaga um að stjórn félagsins skipi fjórir félagsmenn í stað sex.
  • Kjósa þarf um fjögur stjórnarsæti til 2ja ára.
    • Formannskjör. Elmar Hallgríms Hallgrímsson gefur kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður.
    • KJósa þarf um 3 stjórnarmenn í ár. Silja Ingólfsdóttir, Sonja María Hreiðarsdóttir og Þórdís Rúnarsdóttir gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu  í sjtórn félagsins. Félagsmenn geta boðið sig fram til stjórnarkjörs fram að aðalfundi.
    • Verði tillaga um fækkun í stjórn félagsins samþykkt verður kosið um tvö stjórnarsæti í stað fjögurra, þ.e. formanns og stjórnarmanns.

Félagsmenn eru hvattir til að tilkynna um mætingu í síðasta lagi mánudaginn 11. apríl nk. þar sem veitingar eru í boði.

Stjórnin

 

Afmælsiráðstefna Sáttar

Sáttamiðlun í viðskiptalífinu

Hvernig getur sáttamiðlun nýst þínu fyrirtæki?

10 ára afmælisráðstefna Sáttar, félags sáttamanna, verður haldin í samstarfi við Arion banka föstudaginn 13. nóvember kl. 15:00-16:30 í höfuðstöðvum bankans að Borgartúni 19.

Dagskrá

Hvað er sáttmiðlun? Inngangur og ávarp formanns Sáttar
Elmar Hallgríms Hallgrímsson, formaður Sáttar

Business Mediation: Lessons from the United States
Prof. Douglas Frenkel, University of Pennsylvania Law School
Höfundur bókarinnar The Practice of Mediation

Fundarstjóri er Lilja Bjarnadóttir, sáttamiðlari.
Boðið verður upp á léttar veitingar að ráðstefnu lokinni.

Skráning á ráðstefnuna

Nánari upplýsingar um Prof. Frenkel má finna á eftirfarandi síðum

Prof. Frenkel

Um Frenkel og verðlaun sem hann hlaut

Ferilskrá Prof. Frenkel

Stjórn Sáttar og ráðstefnunefndin vonast til að sjá sem flesta.

Ráðstefna 13. nóvember

Í tilefni þess að Sátt er 10 ára á þessu ári verður haldin ráðstefna þann 13. nóvember kl. 15 undir yfirskriftinni Sáttamiðlun í viðskiptalifinu. Félagsmenn og aðrir áhugasamir eru hvattir til að taka síðdegið frá og mæta. Verið er að leggja lokahönd á dagskrána og verður hún síðan auglýst á heimasíðunni.

Samþykkt stjórnar

Þann 1. október 2015 samþykkti stjórn Sáttar eftirfarandi bókun:

Sáttamenn
Félagsmenn Sáttar geta óskað eftir því við stjórn félagsins að komast á lista yfir starfandi sáttamenn sem birtur er á heimasíðu félagsins.
Félagsmaður sem óskar eftir að fara á listann skal lýsa því yfir með skriflegum hætti að hann muni fylgja siðareglum Sáttar að öllu leyti og sinna starfi sínu sem sáttamaður af kostgæfni og fagmennsku. Jafnframt skal hann leggja fram ferilskrá og staðfestingu á námi á sviði sáttamiðlunar sem birt verður undir nafni viðkomandi á heimasíðunni ef beiðni hans er samþykkt.
Sáttamaður skal hafa lokið viðeigandi menntun á sviði sáttamiðlunar sem nemur að lágmarki 52 kennslustundum. Stjórn Sáttar skal meta í hvert sinn hvort að menntun félagsmanns uppfylli framangreint skilyrði.

Ráðstefna í nóvember

Sátt verður 10 ára í ár og að því tilefni mun félagið standa fyrir ráðstefnu síðari hluta nóvember. Yfirskriftin verður Sáttamiðlun í viðskiptalífinu.

Stjórnin óskar eftir félögum í Sátt til að taka þátt í undirbúningi ráðstefnunnar. Áhugasamir vinsamlega sendið póst á Sonju (sonja (hjá) megin.is

Minningarorð um fyrrum formann

Ingibjörg Bjarnardóttir.
Með Ingibjörgu Bjarnardóttur er fallinn frá öflugur félagsmaður Sáttar, fagfélags sáttamanna. Félagið var stofnað í nóvember 2005 og var Ingibjörg einn helsti hvatamaður að stofnun þess og fyrsti formaður félagsins en hún sinnti formennsku í félaginu til ársins 2014. Ingibjörg var óþreytandi í vinnu sinni fyrir Sátt og full af eldmóði við að breiða út sáttamiðlun sem raunhæfa leið til lausnar ágreiningi í íslensku samfélagi. Í formannstíð hennar stóð Sátt m.a. fyrir tveimur viðamiklum námskeiðum fyrir verðandi sáttamenn þar sem fengnir voru til landsins mikilsvirtir fræðimenn í sáttamiðlun frá Norðurlöndunum og Bretlandi. Einnig var haldin hér á landi Norræn ráðstefna, fjölmörg styttri námskeið og fræðslufundir undir styrkri stjórn Ingibjargar.
Ingibjörg var okkar helsti fræðimaður í sáttamiðlun. Hún flutti ótal erindi um málið og var m.a leiðbeinandi meistaranema í lögfræði sem skrifuðu um sáttamiðlun. Hún leiddi starf Sáttar af röggsemi á fyrstu árum þess og sýndi þar mikla þrautseigju og kraft. Hún missti aldrei sjónar af markmiðinu og hugsjóninni um að gera sáttamiðlun að raunhæfum kosti í íslensku samfélagi. Ingibjörg vann störf sín fyrir Sátt og sáttmiðlun alla tíð án endurgjalds og sinnti þeim samhliða lögmannsstörfum sínum sem oft á tíðum þurfti jafnvel að víkja vegna starfa hennar að framgangi sáttamiðlunar.
Sátt stendur í mikilli þakkarskuld fyrir starf Ingibjargar í þágu félagsins. Félagsmenn þakka fyrir samfylgdina við hana og votta fjölskyldu hennar samúð um leið og þeir kveðja formann sinn með virðingu.

Aðalfundur Sáttar 2015

Aðalfundur félagsins verður haldinn þriðjudaginn 9. júní 2015 kl. 18:00 í fundarsal Rauða krossins/Kópavogsdeild í Hamraborg 11 Kópavogi.

Dagskrá aðalfundar verður sem hér segir:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar
3. Fjármál félagsins – ársreikningur, kynntur og borin upp til samþykktar
4. Stjórnarkjör – kjósa þarf tvo menn í stjórn
5. Ákveða árgjöld félagsmanna
6. Önnur mál

Dagskráin er í samræmi við 6. gr. laga félagsins.
Nánari upplýsingar um tiltekin atriði dagskrárinnar:
– Kjósa þarf um tvö stjórnarsæti til 2ja ára. Það þarf því að kjósa um tvö stjórnasæti í ár. Stefán Alfreðsson og Hafsteinn Hafsteinsson, gefa kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn félagsins. Félagsmenn geta boðið sig fram til stjórnarkjörs fram að aðalfundi.
– Undir önnur mál verður m.a. eftirfarandi:
Meistaranám í sáttamiðlun við Háskólann á Bifröst – stutt kynning
Stefna stjórnar – umræður

Félagsmenn eru hvattir til að tilkynna um mætingu í síðasta lagi, mánudaginn 8. júní, þar sem veitingar eru í boði.
Stjórnin.